Gefðu snjallsímanum kærkomið frí og njóttu augnabliksins með Barbie símanum. Engin öpp, minna áreiti og þú tengist núvitundinni með því að aftengja þig frá snjallsímanum. Barbie-síminn er einfaldur samlokusími sem styður við símtöl, SMS skilaboð og það helsta sem gömlu góðu símarnir gerðu. Frábær félagi með geggjaða rafhlöðuendingu.
Nokia G42 er útbúinn stórum 6,56" HD+ skjá sem er með 90Hz endurnýjunartíðni sem hefur þau áhrif að allar hreyfingar í skjánum verða silkimjúkar. Þess að auki er OZO hljómkerfi í símanum sem sér til þess að þú missir ekki af neinu þegar þú ert að hlusta á hátalarann í símanum.
Vilt þú spila Snake aftur? Hinn goðsagnakenndi Nokia 3210 4G er mættur aftur í nýjum búning svo að hringja símtöl, senda skilaboð eða einfaldlega spila Snake er ekkert mál. Hann er með 2,4" IPS skjá, 2 MP myndavél með allt að 720p upptöku og góða 1450 mAh rafhlöðu.
12.990 kr
Síminn - Vefverslun Símans - Nokia / HMD
Vefkökur
Við notum vefkökur til þess að bæta vefinn okkar svo upplifunin þín verði sem best.