Galaxy S24 Ultra

Samsung
KAUPAUKI
Með hverjum keyptum S24 Ultra síma fylgir Tab S6 lite spjaldtölva
Mikilvægt er að sækja um kaupaukann HÉR að kaupum loknum.
Tilboðið gildir til og með 24.desember 2024

Framtíðin er núna, það er kominn nýr Samsung Galaxy S24 Ultra. Þetta er síminn fyrir þau sem vilja einungis það besta. Upphafið á nýjum tímum hefst með brautryðjandi notkun gervigreindar í myndvélinni og enn betri vélbúnaði sem gerir aðdrátt (e. zoom) enn betri og gæði betri en nokkru sinni fyrr. S24 Ultra er sannkallað hörkutól þar sem síminn er útbúinn Corning Gorilla Glass Armor+ gleri bæði að framan og aftan. Líkt og notendur eldri Ultra síma þekkja er S-Pen á sínum stað með alla sína frábæru eiginleika sem einfalda lífið. Bæði S-Pen og S24 Ultra eru með IP-68 ryk- og rakavörn sem gerir þér kleift að taka símann með þér í öll þín helstu ævintýri áhyggjulaust. Galaxy S24 Ultra er útbúinn gífurlega öflugum örgjörvum sem tryggja átakalausa vinnslu símans öllum stundum, hvort sem þú ert að hámhorfa Sjónvarp Símans eða spila uppáhalds leikinn þinn. Taktu skrefið inn í framtíðina með S24 Ultra, hún er komin.

S24 Ultra styður WiFi 7, nýjustu kynslóð þráðlausrar tækni en Síminn er fyrstur íslenskra fjarskiptafyrirtækja til að bjóða upp á WiFi 7 búnað fyrir heimili.

249.990 kr

eða 22.410 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Ekki missa af neinu

Síminn skartar hvorki meira né minna en 200MP myndavél með f/1.7 ljósopi sem skilar þér ótrúlega skörpum og fallegum myndum, sama við hvaða birtuskilyrði. Ekki nóg með það þá er 12MP ofurvíðlinsa sem auðveldar þér að taka fallegar landslagsSamsung Galaxy S24 Ultra státar stórum og björtum 6,8" Dynamic AMOLED skjá sem fer upp í 2.600 nits í birtu svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að missa af neinu. Ekki nóg með það þá er skjárinn með 120Hz endurnýjunartíðni sem gerir það að verkum að allar hreyfingar eru silkimjúkar bæði í leik og vinnu.yndir eða einfaldlega koma allri fjölskyldunni fyrir í rammanum í næsta matarboði. Því næst kemur 10MP aðdráttarlinsa sem gerir allar andlitsmyndir skarpari og fallegri en nokkru sinni fyrr. Allt þetta vinnur síðan samhliða nýrri brautryðjandi gervigreindartækni Samsung sem sér til þess að allar myndir séu eins góðar og þær geta orðið.

Einstök myndavél

Síminn skartar hvorki meira né minna en 200MP myndavél með f/1.7 ljósopi sem skilar þér ótrúlega skörpum og fallegum myndum, sama við hvaða birtuskilyrði. Ekki nóg með það þá er 12MP ofurvíðlinsa sem auðveldar þér að taka fallegar landslagsmyndir eða einfaldlega koma allri fjölskyldunni fyrir í rammanum í næsta matarboði. Því næst kemur 10MP aðdráttarlinsa sem gerir allar andlitsmyndir skarpari og fallegri en nokkru sinni fyrr. Allt þetta vinnur síðan samhliða nýrri brautryðjandi gervigreindartækni Samsung sem sér til þess að allar myndir séu eins góðar og þær geta orðið.

Sannkallaður kraftaköggull

Þökk sé Qualcomm Snapdragon 8 Gen 3 örgjörvunum og 12GB vinnsluminninu sem S24 Ultra keyrir áfram á er síminn kraftmeiri en nokkru sinni fyrr. Þessi kraftur sækir síðan orkuna sína í stóra og endingargóða 5.000 mAh rafhlöðu sem fylgir þér út um dyrnar á morgnanna og alla leið aftur heim. Stór rafhlaða og endurbætt orkunýting tryggir að S24 Ultra endist lengur en þú.

Síminn - Vefverslun Símans - Galaxy S24 Ultra