Fjórða kynslóðin af SOUNDBOKS er komin. Þessi hátalarier hin fullkominn hátalari fyrir skemmtun utandyra, íþróttaviðburði, tónleika og margt fleira. Hannað af aðilum með reynslu af skemmtanahaldi til þess eins að veita notandanum ólýsanlega upplifun. Skilar það miklum hljómgæðum, hámarks rafhlöðuendingu og óbrjótanlegri hönnun.
Skilar 126 dB á fullum hljóðstyrk ásamt því að rafhlaðan endist í 40 stundir á miðjum hljóðstyrk og 6 stundir á fullum hljóðstyrk. Soundboks er eini Bluetooth hátalarinn með útskiptanlegri rafhlöðu. Þessi hátalari er hannaður til að endast og elskar að vera utandyra - í öllum veðrum.
SOUNDBOKS appið gerir þér kleift að stilla miðtóna, bassa og fleira á hátalaranum en með TeamUP stillingunni er hægt að tengja saman þráðlaust allt að fimm Soundboks á aðeins örfáum sekúndum. Soundboks notast við Bluetooth og SKAA þráðlausa tengimöguleika. Þá er hann einnig búinn tveim 1/4" XLR tengjum á Pro panelnum, sem getur tengst hljóðnemum, DJ borðum og hljóðfærum. Nú auðveldara en áður að gera hátalarann að þínum eigin þar sem það er auðvelt að taka grillið framan af og gera það eins og þig sýnist.