Power Armor 18T Ultra

Ulefone 72019
Harðgerðari síma með jafn mikið af eiginleikum er erfitt að finna þó víða væri leitað. Síminn er útbúinn frábærri hitamyndavél og 108MP hefðbundinni myndavél samhliða gríðarlega fallegum 120Hz skjá sem birtir þér allar þínar minningar í fullum gæðum.

119.990 kr

eða 11.149 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Einn sá harðgerðasti sem völ er á

Ulefone Armor 18T Ultra er einn harðgerðasti sími sem völ er á í dag. Síminn er með IP68 og IP69K staðla í ryk- og rakavörn. Ekki nóg með það þá er skjárinn úr Corning Gorilla Glass 5 sem er allt að 4x sterkara en hefðbundið gler.

Fallegur skjár

Það er til lítils að fanga öll augnablikin í frábærum gæðum ef þú getur ekki skoðað þær. Síminn er 6,58" FHD skjá sem birtir allar þínar myndir í frábærri upplausn. Endurnýjunartíðni skjásins er síðan 120Hz sem gerir allar hreyfingar silkimjúkar og fallegar.

Endingargóður og kraftmikill

Það þýðir ekkert minna en að vera með risa rafhlöðu í síma eins og þessum til að keyra allt áfram. Síminn er útbúinn 9600 mAh rafhlöðu sem þýðir að síminn endist í allt að 524 klukkustundir í biðstöðu og 39 klukkustundir af símtölum. Rafhlöðuna getur þú síðan hlaðið á leifturhraða þegar þú þarft á auka djús að halda en á 30 mínútum fást allt að 52% af hleðslu.

Síminn - Vefverslun Símans - Power Armor 18T Ultra