Apple AirTag

1 stk
4 stk

Apple AirTag veit hvar hlutirnir þínir eru og leiðir þig að þeim!


Vörunúmer: 67333

5,990

kr./mán
Greiða eftir 14 daga

Staðgreitt

5,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans
 Bera saman
Það er búið að tala um AirTag í nokkur ár, og alltaf hélt fólk að nú væri komið að því að kynna þau til leiks en aldrei komu þau. En núna eru þau að koma loksins.

Í sinni einföldustu mynd eru AirTag lítil merki sem tala beint inn í Find My virkni iPhone, iPad og Mac tölva. Þannig geturðu sett AirTag á hvað sem er og þannig alltaf fundið það aftur með hjálp Apple tækjanna þinna.
 
Hægt er að festa AirTag á t.d. töskuna þína, veskið, bakpokann, tölvutöskuna, hjólið og í raun hvað sem er og þú getur fundið það aftur. Hægt verður að kaupa sérstaka festingu fyrir AirTag þannig að þau líta í raun bara út eins og lyklakippa.

Þegar þú svo notar símann þinn til að finna týnda hlutinn notar iPhone myndavélina, hraðanema, hallarnema og fleira til að vísa þér þráðbeint á réttan stað. Svo geturðu líka bara beðið Siri um að finna þetta fyrir þig.