Samsung Xcover 6 Pro

Xcover 6 Pro er fyrir þá sem vilja vera með sterkari síma. Síminn er sterkbyggður að innan sem og að utan. Gríptu þitt eintak og vertu betur varinn en nokkru sinni fyrr.


Vörunúmer: 69734

10,242

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 122,900 kr.ÁHK: 22.88%

Staðgreitt

109,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Síminn fyrir erfiðar aðstæður

Þessi sími er fyrir þá sem þurfa góðan síma sem endist í hvaða veðri sem er, er vel höggvarinn og þéttur.

Vertu betur varinn með sterkari síma

Xcover Pro er vatns- og rykvarinn. Þú nærð honum niður á 1.5 metra dýpi án þess að vera með hulstur, en auk þess er hann varinn fyrir raka og öðrum óviðráðanlegum veðrum.

Slepptu áhyggjum af rafhlöðuendingu

Batteríið er 4,050mAh og endist nokkuð vel og lengi. Í allra versta falli er hægt að skipta um batterí á ferðinni. Annars er hraðhleðsla í boði, sem er frábært þegar þú þarft að koma þér út í daginn, hratt og örugglega.

Harðgerður út í gegn

Ekki nóg með það hvað síminn er sterklega byggður að utan þá er hann álíka vel varinn að innan. Síminn er útbúinn Samsung Knox sem skilar þér einu besta öryggi í farsíma sem völ er á. Síminn er því varinn á alla kanta.