Samsung spjaldtölvur standa fyrir sínu
Samsung kynnir nú til leiks nýja spjaldtölvu undir formerkjum Tab línunnar. Fullur heimur stafrænna lausna bíður þín í Galaxy Tab A8, hvort sem það er á ferðinni eða heima uppi í sófa. Þessi handhæga spjaldtölva hentar í öllum þínum helstu aðstæðum, vafra um netið, horfa á bíómynd eða lesa. Galaxy Tab A8 dekkar þig.
Skjárinn
Þessi handhæga spjaldtölva skartar 10.5" skjá með 1200p upplausn. Skjárinn er í 16:10 hlutföllum sem hentar í öll helstu verkefni sem þessi spjaldtölva þarf að sinna.
Falleg hönnun
Stílhrein, falleg og handhæg eru fyrstu orðin sem koma upp þegar skoðað er hönnunina á Tab A8. Spjaldtölvan er með slétta málm bakhlið sem og örþunnan 6,9mm prófíl. Tveir fallegir litir eru í boði, grafít og rósagylltur.
Kröftugt hljóðkerfi
Galaxy Tab A8 er með fjóra innbyggða hátalara sem knúnir eru áfram af Dolby Atmos. Þetta samspil lyftir upplifun þinni á hærra plan hvort sem þú ert að horfa á bíómynd, hlusta á bók eða tónlist.
Örgjörvi
Spjaldtölvan keyrir á sex-kjarna Unisoc Tiger T618 örgjörva sem notast við 3GB af vinnsluminni. Hún ræður því við öll helstu smáforrit og meira til.
Skjáupptaka
Galaxy Tab A8 spjaldtölvan er með innbyggðan skjáupptöku eiginleika. Það hefur því aldrei verið einfaldara að taka upp efni á skjánum þínum sem þú vilt eiga síðar.
Myndavélar
Aðalmyndavél spjaldtölvunar er 8 megapixlar og býr yfir sjálfvikrum fókus. Sjálfumyndavélin er 5 megapixlar til þess að veita sem besta upplausn í myndsímtölum. Aðalmyndavél spjaldtölvunar getur einnig tekið upp Full HD myndbönd í 1080p upplausn.
Notendavænni kostur
Spjaldtölvan býður upp á að vista upplýsingar á allt að 8 notendur í senn sem er einstaklega hentugt fyrir heimlisnotkun. Galaxy Tab A8 er einnig útbúin Kids Mode sem er öruggt viðmót sérhannað fyrir krakka. Kids Mode er skemmtilegur hugbúnaður fyrir krakka með lærdómsforritum og foreldrastillingum til að afmarka notkun.
Rafhlaða
Allir þessir eiginleikar notast við 7040 mAh Li-Po rafhlöðu. Spjaldtölvan mun því endast þér hið ýmsa margmiðlunarefni tímunum saman.