Aqara

Aqara

H1 þráðlaus tvöfaldur snjallrofi

Double Rocker frá Aqara er snjall og stílhreinn rofi sem er hægt að forrita til að gera allt frá því að einfaldlega kveikja ljós yfir í að draga frá gardínunum fyrir þig þegar þú vaknar og kveikja á kaffivélinni á sama tíma!
Aðal munurinn á Double Rocker og Single Rocker er sá að sá fyrrnefndi er með eina auka aðgerð sem er bara í boði á Double Rocker.
Rofinn virkar þannig að á honum eru fjórar megin aðgerðir:

Eitt klikk – Þetta virkar svipað og flestir rofar í heiminum en þú getur stillt Aqara Single rocker til að gera hvað sem þér dettur í hug ef þú ýtir á hann einu sinni.

Tvöfalt Klikk – Öðruvísi en með flesta aðra rofa þá er líka hægt að ýta tvisvar á Single Rocker og þá framkvæmir hann allt aðra beiðni.

Halda inni – Það er líka hægt að halda inni rofanum og þá virkjast þriðja beiðnin.

Ýta snöggt á báða – Einnig er hægt (bara á Double Rocker) að ýta snögglega á báða hnappana og forrita þannig aðra aðgerð fyrir það.

Sem dæmi þá væri hægt að stilla rofann þannig að ef þú ýtir einu sinni á rofann þá fara ljósin á heimilinu í gang og græjurnar byrja að spila uppáhalds playlistann þinn. Svo ef þú ýtir tvisvar sinnum þá slekkur þú ljósin. Með Double Rocker getur þú svo stillt hann þannig að ef þú ýtir snögglega á báða hnappana þá t.d. slekkuru á öllu snjalltækjum heimilisins fyrir svefninn. Svo ef þú heldur rofanum inni þá fer öryggiskerfið í gang og þú ferð áhyggjulaus í vinnuna.
4.990 kr

    Aqara

    Hita-, raka- og loftþrýstingsskynjari

    Skynjarinn skynjar hitastig, raka og pressu í loftinu. Það þarf enga víra eða snúrur til að setja skynjarann upp heldur tengist hann við stjórnstöð heimilisins (Aqara Hub) og þar að leiðandi við heimanetið. Skynjarinn tengist í gegnum Zigbee.

    Hægt er að fylgjast með og stjórna aðgerðum í appi og virkar skynjarinn bæði með Android og Apple símum.
    3.990 kr

      Aqara

      Hreyfiskynjari P1

      Aqara hreyfiskynjarann er auðvelt að setja upp hvar sem er á heimilinu. Með skynjaranum fylgir standur sem er hægt að líma á yfirborð og stjórna í hvaða átt skynjara hausinn snýr.

      Skynjarann er hægt að tengja saman við ýmis snjalltæki og hægt er að búa til alskonar skipanir í Xiaomi Home og Aqara Home appinu, t.d gætir þú látið ljósin kvikna þegar þú labbar framhjá eða spilað hljóð.

      Til þess að setja upp hreyfiskynjarann þarf að vera með brú(hub) frá Aqara.
      4.490 kr

        Aqara

        Hub E1 stjórnstöð

        Snjallheimili í smærri búning

        Með hjálp Aqara Hub E1 stjórnstöðvarinnar getur þú tengt snjalltæki og skynjara frá Aqara og fengið þannig stjórn yfir snjallvæðingu heimilisins beint í snjallsíma eða spjaldtölvu. Stjórnstöðin notast við Zigbee 3.0 tengingu sem að tryggir hraðari samskipti milli tækjanna og minnkar orkunotkun.

        Auðveldara og öruggara hversdags líf

        E1 stjórnstöðin vegur einungis 58gr og er því hægt að koma henni fyrir nánast hvar sem er og flytja auðveldlega á milli staða. Auk þess að gefa þér kost á því að snjallvæða heimilið með því að til dæmis kveikja ljós þegar hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu eða draga frá gardínunum á morgnana þá varpar stjórnstöðin WiFi neti áfram og bætir því nettenginguna þína að auki!

        Stílhreint og snjallt

        Aqara stjórnstöðin fer vel inn í skipulag heimilisins og tengist hratt og þægilega við það forrit sem þú vilt. Eina sem þarf er að tengja stjórnstöðina við netið heima hjá þér og stinga því í USB innstungu og þá er hægt að tengjast við Aqara Home, Apple HomeKit og Google Assistant svo fátt eitt sé nefnt.
        4.990 kr

          Aqara

          Vatnslekaskynjari

          Aqara Water Leak Sensor er skynjari sem nemur vatnsleka, eins og nafnið gefur til kynna en hann tengist við Xiaomi Home eða Aqara appið og þarf að vera með Aqara stjórnstöð(hub). Ef að skynjarinn nemur að vatn fer yfir 0.55mm þá sendir hann tilkynningu í appið og lætur þig vita. Uppsetningin í appinu er mjög einföld og forritið leiðir þig í gegnum uppsetninguna.

          Skynjarinn hentar mjög fyrir staði eins og t.d. fyrir aftan uppþvottavél eða þvottavél þar sem vatnsleki á til að henda eða nálægt tölvubúnaði þ.e. netþjóna eða dýran búnað sem þolir illa vatn.

          Þessi litla græja er tilvalin viðbót á öll snjallheimili þar sem slysin gera sjaldan boð á undan sér.
          3.990 kr

            Aqara

            Wireless Switch Mini snjallhnappur

            Wireless Switch Mini frá Aqara er snjall og stílhreinn rofi sem er hægt að forrita til að gera allt frá því að einfaldlega kveikja ljós yfir í að nota hann sem dyrabjöllu. Rofinn getur líka verið öryggishnappur fyrir heimilið þegar hann er paraður með Aqara Hub. Það virkar þannig að þegar það er virkt og það er ýtt á hnappinn þá fer tiltynning í símana sem eru tengdir við hann og það kemur hljóð úr Aqara Hub.

            Rofinn virkar þannig að á honum eru þrjár megin aðgerðir og tvær auka:

            Eitt klikk – Þetta virkar svipað og flestir rofar í heiminum en þú getur stillt Aqara Single rocker til að gera hvað sem þér dettur í hug ef þú ýtir á hann einu sinni.
            Tvöfalt Klikk – Öðruvísi en með flesta aðra rofa þá er líka hægt að ýta tvisvar á Wireless Switch Mini og þá framkvæmir hann allt aðra beiðni.
            Halda inni – Það er líka hægt að halda inni rofanum og þá virkjast þriðja beiðnin.
            Öryggishnappur – Öðruvísi með Wireless Switch Mini og Single Rocker þá getur sá fyrrnefndi líka verið öryggishnappur fyrir heimilið.
            Dyrabjalla – Aqara Wireless Switch Mini getur líka verið dyrabjalla.

            Sem dæmi þá væri hægt að stilla rofann þannig að ef þú ýtir einu sinni á rofann þá fara ljósin á heimilinu í gang og kaffivélin byrjar að hella upp á. Svo ef þú ýtir tvisvar sinnum þá slekkur þú ljósin. Svo ef þú heldur rofanum inni þá fer öryggiskerfið í gang og þú ferð áhyggjulaus í vinnuna.
            3.490 kr

              Aqara

              Glugga- og dyraskynjari

              Aqara glugga- og dyraskynjarinn gerir heimilið þitt bæði öruggara og snjallara með því að senda strax skilaboð í Aqara Hub stöðina þína þegar gluggar eða dyr eru opnaðar. Þessi fjölhæfi búnaður bætir öryggið og auðveldar sjálfvirknivæðingu heimilisins – til dæmis með því að kveikja á ljósunum þegar þú kemur heim á kvöldin! Skynjarinn er með lím á bakhliðinni sem gerir uppsetningu leikandi létta!
              3.490 kr
                Síminn - Vefverslun Símans - Aqara