Ekki giska á réttu stærðina, við mælum með því að máta og finna réttu stærðina. Þannig mun Galaxy Ring-snjallhringurinn virka best.
Í mátunarsettinu eru níu prufuhringir í stærðum fimm til 13. Þannig finnur þú réttu stærðina en mælt er með að prófa stærðina sem þú telur hina einu réttu í að minnsta kosti sólarhring til að tryggja rétta stærð og 100% þægindi.
Þegar þú hefur fundið réttu stærðina getur þú einfaldlega skilað mátunarsettinu í næstu verslun okkar og endurgreiðslan fer upp í verð Galaxy Ring.
Stærðir fimm til sjö eru ekki í boði á Íslandi og mátunarsettið inniheldur ekki stærðir 14 og 15 en þær má þó máta í verslunum okkar.