Við kynnum Galaxy Ring, fullkomna snjallhringinn sem sameinar glæsilegt útlit og háþróaða tækni. Stílhreinn snjallhringur, sem fylgist með heilsunni allan daginn, með háþróuðum heilsumælingum, svefngreiningu og óaðfinnanlegri tengingu við Galaxy vistkerfið færðu kraft snjalltækja beint á fingurinn! Rafhlaðan í Galaxy ring sendist í allt að 7 daga, þegar komið er að því að hlaða, skellir þú bara hringnum í boxið og það sýni þér með LED ljósum stöðuna á hleðslunni. Vertu á undan öðrum og gerðu lífið einfaldara með Galaxy Ring!
Náðu því besta úr sjálfum þér Galaxy Watch Ultra er fyrir þau allra kröfuhörðustu, það þolir flest og fer með þér upp á fjöll í utanvegahlaupin, í gönguna á Hornstrandir eða kajak ferðina meðfram suðurströndinni. Títan umgjörðin, safír glerið og 10ATM vatnsvörnin sér til þess að Watch Ultra er alltaf til taks og til í slaginn.
Snjallari mælingar, betri skilningur á eigin líðan Samsung Galaxy Watch 7 getur mælt fjölda hluta sem gefa þér betri innsýn yfir heilsu þína, hreyfingu, svefn o.fl. Hægt er að mæla með mikilli nákvæmni yfir 100 æfingar og úrið hjálpar þér að ná markmiðum þínum. Gervigreindin er svo þinn einkaþjálfari sem gefur þér ábendingar og góð ráð um hvernig megi gera enn betur.
Galaxy Watch6 er hinn fullkomni félagi í heilsuátakinu þínu, hvort sem það er undirbúningur fyrir maraþon eða að ná betri svefn á næturnar. Þú getur treyst á úrið að hugsa um þig og þína heilsu öllum stundum. Úrið er með stóra og góða rafhlöðu sem fylgir þér í allt að 40 klukkustundir undir venjulegri notkun svo þú getur verið viss um að úrið fylgir þér út daginn.
Nýja Galaxy Watch6 Classic úrið gerir svo margt sem síminn þinn gerir nema á þægilegri máta, allt beint af úlnliðnum þínum. Hlustaðu á tónlist, borgaðu fyrir innkaupin eða farðu á æfingu með einu snilldar úri á hendinni þinni. Úrið fylgir þér út allan daginn á auðveldan máta þökk sé endingargóðri rafhlöðu sem sparar orku við öll tækifæri.
Farðu á vit ævintýrana með Galaxy Watch 5 Pro, það fylgir þér alla leið til enda og til baka. Annað eins úr hefur ekki sést úr smiðju Samsung hingað til. Taktu stökkið og skelltu þér hvert sem er, hvenær sem er í hvaða veðri sem er.
Samsung Galaxy Fit3 er létt og nett snjallúr frá Samsung með 1,6" AMOLED skjá, nær allt að 13 daga rafhlöðuendingu, Frábært þjálfunar og heilsuræktar úr.
Mátunarsettið fyrir Galaxy Ring hjálpar þér að finna réttu stæðina af Galaxy Ring snjallhringnum þínum. Í settinu eru níu prófunar hringir í stærðunum 5 til 13, Þeir gera þér kleift að máta og finna nákvæmlega réttu stærðina fyrir þig. Mælt er með því ða prófa stærðina í að minnsta kosti sólarhring til ða tryggja 100% þægindi við daglega notkun. Svo það sé tekið fram þá eru stærðir 5-7 ekki seldar á Íslandi og mátunarsettið inniheldur ekki stærðir 14 og 15, Þær stærðir er hægt að máta í verslunum okkar, en þær eru taldar jaðar stærðir.
Þegar þú hefur fundið rétta stærð fyrir þig, þá kemur þú einfaldlega með mátunarsettið í verslun okkar og færð það endurgreitt og getur nýtt upp í Galaxy Ring.
1.990 kr
Síminn - Vefverslun Símans - Samsung
Vefkökur
Við notum vefkökur til þess að bæta vefinn okkar svo upplifunin þín verði sem best.