Galaxy Watch 8 Classic ESim Svart

Samsung 74001
Óþjálfað augað greinir ekki hversu snjall Galaxy Watch 8 Classic raunverulega er.
Tímalaus hönnun úr ryðfríu stáli og safír kristal blandar saman gamla tímanum við þann nýja.
Bakvið tjöldin leynist Google Wear OS, sérhannað stýrikerfi fyrir snjallúr þróað í sameiningu af Google og Samsung sem styður sérstaklega við Google Gemini, leiðandi gervigreindarþjónustu Google.

94.990 kr

eða 9.144 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista

Einstaklega hannað að innan sem utan

Undir fallegri hönnuninni leynist allur galdurinn, Exynos W1000 örgjörvi, 2 GB af vinnsluminni og 64 GB af geymsluplássi ásamt 445 mAh rafhlöðu skilar allt að 40 rafhlöðuendingu og jafnvel lengur sé slökkt á „Always-On Display“. 1,34” Super AMOLED skjárinn fer alla leið upp í 3,000 nits sem tryggir að einfalt er að nota úrið eða sjá hvað klukkan slær glampandi sól. Skynjarar með hjálp gervigreindar greina og nema hreyfingu þína og svefn ásamt því að úrið er frábær æfingafélagi sem styður þig við að ná markmiðum þínum.

Síminn - Vefverslun Símans - Galaxy Watch 8 Classic ESim Svart