Með skarpri 1440p HD upplausn, Garmin Clarity™ HDR og 140 gráðu sjónarhorni, nærðu öllu því sem er að gerast framundan, dag sem nótt. Bjartur og skýr 2,4″ skjár er á myndavélinni svo þú getir skoðað myndefnið á myndavélinni sjálfri. Myndavélin vistar sjálfkrafa myndband þegar hún nemur högg svo þú getir sýnt fram á hvar og hvenær atvikið átti sér stað. Vistuð myndbönd eru geymd í skýi sem hægt er að nálgast úr Garmin Drive appinu. Þú getur deilt myndböndum með öðrum, þarfnast virkrar Vault áskriftar. Hafðu hendur á stýri og notaðu raddskipanir til að vista myndbönd, hefja/stöðva hljóðupptöku, taka myndir og meira. Í boði á ensku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku og sænsku.