iPad Air M2

Apple
iPad Air hefur aldrei verið öflugari, með Apple M2 örgjörva sem skilar allt að 50% betri afköstum en fyrri kynslóð. Enn hraðari vinnsla, betri grafík og möguleikar á nýtingu gervigreindar í einu ótrúlega fallegu tæki. iPad Air M2 er hægt að fá með 11“ eða 13“ skjá.

124.990 kr

eða 11.582 kr./mán í 12 mánuði og engin útborgun*
Setja í körfu
Bæta við samanburðarlista
Til á lager
Vefverslun
Ármúli
Smáralind
Akureyri

Ferskur andvari

Möguleikarnir eru nær endalausir með iPad Air en M2 örgjörvinn með sína átta kjarna gerir allt almenn vefráp að leik einum ásamt því að aflið nýtist vel í mynd- og myndbandsvinnslu. Skjárinn er ekki aðeins stór heldur bjartur og skerpa góð sem gerir hann fullkomin til að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti.

Fljúgandi fjarfundir og FaceTime myndsímtöl

Framan á iPad Air er 12 megapixla víðlinsa í fullri háskerpu sem lætur þig skína á fjarfundum ásamt tveimur víðóma hátölurum og tveimur hljóðnemum sem grípa hvert orð ásamt því iPad Air styður Centre Stage tækni Apple sem tryggir að þú ert alltaf fyrir miðju á mynd. iPad Air styður WiFi 6E sem virkar vel með netbeinum Símans og tryggir frábæra upplifun ásamt því að iPad Air er til í 5G útgáfu svo hægt sé að tengjast við farsímakerfi Símans á ferðinni.

Enn betra iPad OS, fyrir þig

Stýrikerfi iPad Air, iPad OS gerir þér kleift að vinna með mörg öpp í einu, færa upplýsingar auðveldlega á milli þeirra og jafnvel yfir í önnur Apple tæki ásamt því að hægt er að tengja lyklaborð og mús við iPad. iPad OS 18 kemur út í haust sem færir svo ofurkrafta gervigreindar í iPad til að flýta fyrir og auðvelda alla vinnslu enn frekar.

Netkerfi
Fjarskiptastaðall
GSM / HSPA / LTE / 5G
Síminn - Vefverslun Símans - iPad Air M2