Nú fylgir Samsung Galaxy Watch 5 Pro með hverjum keyptum S23 Ultra síma
Myndavél sem skilar þér frábærum myndum í öllum birtuskilyrðum, 200MP myndavélin sér til þess. Hraðasti örgjörvi sem völ er á í Samsung tæki kemur í alla S23 línuna. Þetta eru einungis örfáir af þeim hlutum sem Samsung S23 Ultra gerir fyrir þig í þínu daglega lífi.
Framtíðin er núna, það er kominn nýr Samsung Galaxy S24 Ultra. Þetta er síminn fyrir þau sem vilja einungis það besta. Upphafið á nýjum tímum hefst með brautryðjandi notkun gervigreindar í myndvélinni og enn betri vélbúnaði sem gerir aðdrátt (e. zoom) enn betri og gæði betri en nokkru sinni fyrr. S24 Ultra er sannkallað hörkutól þar sem síminn er útbúinn Corning Gorilla Glass Armor+ gleri bæði að framan og aftan. Líkt og notendur eldri Ultra síma þekkja er S-Pen á sínum stað með alla sína frábæru eiginleika sem einfalda lífið. Bæði S-Pen og S24 Ultra eru með IP-68 ryk- og rakavörn sem gerir þér kleift að taka símann með þér í öll þín helstu ævintýri áhyggjulaust. Galaxy S24 Ultra er útbúinn gífurlega öflugum örgjörvum sem tryggja átakalausa vinnslu símans öllum stundum, hvort sem þú ert að hámhorfa Sjónvarp Símans eða spila uppáhalds leikinn þinn. Taktu skrefið inn í framtíðina með S24 Ultra, hún er komin.
S24 Ultra styður WiFi 7, nýjustu kynslóð þráðlausrar tækni en Síminn er fyrstur íslenskra fjarskiptafyrirtækja til að bjóða upp á WiFi 7 búnað fyrir heimili.
Glænýr Samsung Galaxy S24 markar nýtt upphaf í heimi snjallsíma. Þessi ofursnjalli farsími hefur stór fótspor að feta frá forvera sínum og gerir gott betur en að fylla upp í þau. Nýja S-línan frá Samsung brýtur blað í sögu farsímans með með einstakri nýtingu gervigreindar til þess að einfalda þér lífið. Símtæki bíður nú upp á rauntímaþýðingu milli tungumála í símtölum og enn betri ljósmyndun og myndbandsupptöku. Nýr S24 státar fallegri og vel heppnaðri hönnun og tækni sem hefur sópað að sér verðlaunum um allan heim. Samsung Galaxy S24 er hér til einfalda þér þitt daglega líf.
Einstaklega vel búinn snjallsími á frábæru verði. Samsung Galaxy A16 er búinn einstaklega fallegum og björtum skjá, fallegri hönnun og öflugum myndavélum. Nú í fyrsta skipti er A1* kominn með IP54 vottun. Sannkallað hetjutæki á góðu verði!
Hönnun Galaxy A35 leggur áherslu á samspil einfaldleika og ánægju. Hann skartar 6,6 tommu AMOLED skjá, þrennu myndavéla og 5.000 mAh rafhlöðu i stílhreinum og fáguðum síma.
Galaxy A36, snjallsíminn sem sameinar glæsilega hönnun, öfluga frammistöðu og ótrúlega myndavél – allt á frábæru verði! Með 6,7” Super AMOLED 120Hz skjá, hraðvirkum Snapdragon 6 Gen 3 örgjörva og langri rafhlöðuendingu færðu snjallsíma sem fylgir þér í öllu sem þú gerir.
Hönnun Samsung Galaxy A55 leggur áherslu á samspil einfaldleika og ánægju. Hann skartar 6,6 tommu AMOLED skjá, þrennu myndavéla og 5.000 mAh rafhlöðu i stílhreinum og fáguðum síma.
Snjallsími fyrir þau sem vilja stóran, kröftugan og endingargóðan snjallsíma sem passar nánast hvar sem er. Flip 5 snjallsamlokusíminn fellur saman eins og gömlu góðu samlokusímarnir en þegar þú opnar hann opnar þú fyrir heilan heim stafrænna lausna og upplifunar.