Hin hefðbundni iPad hefur nú fengið yfirferð og er kröftugri en áður. Spjaldtölvan er útbúin A14 örgjörva og Liquid Retina skjá ásamt því að hafa fengið nýja hönnun.
iPad Air hefur aldrei verið öflugari, með Apple M2 örgjörva sem skilar allt að 50% betri afköstum en fyrri kynslóð. Enn hraðari vinnsla, betri grafík og möguleikar á nýtingu gervigreindar í einu ótrúlega fallegu tæki. iPad Air M2 er hægt að fá með 11“ eða 13“ skjá.
Apple býr til iPad Pro M4 fyrir þau allra kröfuhörðustu. 10 kjarna M4 örgjörvinn ásamt nægu vinnsluminni tryggja bestu mögulegu upplifun þannig að spjaldtölvan breytist úr heimilistæki í atvinnutæki. 11“ eða 13“ Ultra Retina XDR skjárinn skilar hárri upplausn ásamt því að XDR tæknin tekur birtu og liti í hæstu hæðir.
Enn meiri möguleikar, enn meiri virkni og enn meiri tækni í nýjasta penna Apple, Apple Pencil Pro. Apple Pencil Pro styður meira að segja Find My tækni Apple þannig að það er nær ómögulegt að týna honum.
Smart Folio er létt og þunn hlíf sem ver spjaldtölvuna að framan og aftan. Hún vekur tölvuna tölvuna þegar hlífin er opnuð og slekkur á henni þegar henni er lokað. Smart Folio hlífin festist með seglum og þú getur brotið hana saman á marga vegu til að breyta henni í stand til að lesa, horfa, skrifa eða hringja myndsímtöl.
Smart Folio er létt og þunn hlíf sem ver spjaldtölvuna að framan og aftan. Hún vekur tölvuna tölvuna þegar hlífin er opnuð og slekkur á henni þegar henni er lokað. Smart Folio hlífin festist með seglum og þú getur brotið hana saman á marga vegu til að breyta henni í stand til að lesa, horfa, skrifa eða hringja myndsímtöl.
Galaxy Tab S10 línan ítrar á fyrri hönnun til að færa okkur öflugustu spjaldtölvur Samsung til þessa! Spjaldtölvan skartar 12,4 tommu skjá, 12GB af vinnsluminni og þríeyki öflugra myndavéla í sterkri 576 gramma umgjörð og S Pen snjallpenninn fylgir með. Þar að auki er Samsung Tab S10 línan fyrstu Samsung spjaldtölvurnar sem eru hannaðar með gervigreind í huga og innihalda fjölda fítusa til að auka skilvirkni í daglegu amstri.
Svona eiga spjaldtölvur að vera! Galaxy Tab S10 Ultra er ekki bara falleg að utan heldur troðfull af nýjustu tækni að innan. Skjárinn er 14,6“ með 120hz endurnýjunartíðni sem skilar öllu í bestu mögulegri upplausn. Þannig er sjónvarpsáhorf, lærdómur, vinna eða leikur leikur einn fyrir Tab S10 Ultra.
S-penninn fylgir með og þannig er enn einfaldara að glósa eða teikna. Penninn á sinn stað á bakhlið Tab S10 Ultra og týnist þannig ekki svo glatt. Stór rafhlaða er í Tab S10 Ultra sem styður hraðhleðslu og því tekur enga stund að fylla 11.200mAh rafhlöðuna á nýjan leik.
Galaxy Tab S10 Ultra er svo ein af fáum spjaldtölvum sem í boði eru sem eru vatnsvarðar skv. IP68-staðli, sem gerir hana enn betri félaga sem vegur aðeins 723 grömm. 12 GB af vinnsluminni eru í spjaldtölvunni og að aftan má svo finna eina 13MP víðlinsu og 8MP ofurvíðlinsu.
Hin hefðbundni iPad hefur nú fengið yfirferð og er kröftugri en áður. Spjaldtölvan er útbúin A14 örgjörva og Liquid Retina skjá ásamt því að hafa fengið nýja hönnun.