29.990 kr
Samsung Galaxy A05s er með stórum og fallegum 6,7" FHD+ skjá. Skjárinn er með 90Hz endurnýjunartíðni sem gerir allar hreyfingar silkimjúkar og gerir upplifun þína af myndböndum, leikjum eða hámhorfi betri en áður.
Samsung Galaxy A05s er útbúinn þreföldu myndavélakerfi sem gerir þér kleift að taka myndir í nánast hvaða aðstæðum sem er. 50MP aðdráttarlinsan er með f/1.8 ljósop sem þýðir að myndavélin hleypir meira ljós inn sem gerir allar myndir skarpari og fallegri, einnig gerir það að verkum að hún er ótrúlega góð í myndatöku í slökum birtuskilyrðum. Síminn er síðan búinn 2MP macro linsu og 2MP dýptarmyndavél. Sjálfurnar verða einnig betri með 13MP sjálfumyndavél framan á símanum.