- Um vöruna
- Eiginleikar
Redmi 9AT er með bjartan og fallegan 6.53″ LCD skjá sem er einnig mjög sterkbyggður. Bakhlið símans er hönnuð til þess að veita þér betra grip þegar þú heldur á símanum auk þess að hrinda frá fingraförum sem kemur í veg fyrir að síminn verði kámugur og hjálpar honum að halda fegurð sinni til frambúðar.
Síminn býr yfir andlitsskanna sem gerir þér kleyft að aflæsa símanum þínum með andlitinu þínu einu og sér. Kosturinn við andlitsskanna fram yfir fingrafaraskanna er að andlitsskanninn virkar í rigningu og þú þarft ekki að færa puttann í ónáttúrulega stellingu til að aflæsa símann, þú einfaldlega horfir bara á skjáinn og síminn sér um rest.
Allir þessir eiginleikar og margir fleiri eru knúnir áfram af 5.000 mAh rafhlöðu sem endist í allt að tvo daga við hefðbundna notkun.