Galaxy Watch 5 Pro LTE

Farðu á vit ævintýrana með Galaxy Watch 5 Pro, það fylgir þér alla leið til enda og til baka. Annað eins úr hefur ekki sést úr smiðju Samsung hingað til. Taktu stökkið og skelltu þér hvert sem er, hvenær sem er í hvaða veðri sem er.


Vörunúmer: 69722

7,827

kr./mán
Á mánuði í 12 mánuðiEngin útborgunHeildargreiðsla: 93,920 kr.ÁHK: 28.8%

Staðgreitt

81,990

kr.
Frí heimsending á öllum vörum í vefverslun Símans

Ný leið að ævintýrinu þínu

Nýjasta viðbótin við Samsung fjölskylduna er Watch 5 Pro en úrið opnar nýjan heim útiveru fyrir Samsung notendur. Úrið er hannað með útiveru í huga en í þessu úri getur þú hlaðið inn í úrið GPX leiðum sem þú ætlar að fara, klárað leiðina og úrið sér svo um að koma þér nákvæmlega sömu leið til baka. Skyldir þú vera að fara erfiðar leiðir er vont að vera stanslaust að fylgjast með úrinu á úlnliðnum, Watch 5 Pro lætur þig því vita með raddstýringu og titring þegar kemur að því að breyta um stefnu.

Í jafn góðu formi og þú

Watch 5 Pro heldur í við þig með stórri 590 mAh rafhlöðu svo þú getir farið þínar leiðir og ekki haft áhyggjur af því að úrið gefist upp á undan þér.

Vertu með puttann á púlsinum

Galaxy Watch 5 Pro er útbúið þrem BioActive skynjurum. Fyrst er það BIA skynjari sem mælir líkamsfitu og beinagrindarvöðva þyngd, næst er það ECG skynjarinn sem fylgist með og mælir hjartsláttinn þinn í rauntíma og leitar að óeðlilegum frávikum og svo að lokum hjartsláttar skynjarinn sem fylgist með hjartslættinum þínum og blóðþrýstingnum þínum.

Mikilvægasti partur æfingarinnar er hvíldin

Sofðu betur með Watch 5 Pro. Samsung hefur nú betrumbætt svefnmælingar tæknina sína svo þú getir skilið svefninn þinn betur. Þú getur skipulagt hvenær þú ætlar að fara að sofa, skynjað hrotur og skilið betur hvernig svefn þú ert að fá yfir nóttina.

Sterkasta úrið hingað til

Sterkbyggðara Samsung úr hefur ekki sést hingað til en rammi úrsins er smíðaður úr títanum og glerið er safír og er úrið því gríðarlega endingargott. Ekki nóg með það þá er úrið vatnsvarið svo þú getur farið á vit ævintýrana í hvaða veðri sem er.