Redmi A5 er hagkvæmur og áreiðanlegur snjallsími sem hentar vel fyrir daglega notkun.
Redmi A5 er með 6,88” HD+ skjá sem tryggir skýra mynd og góða upplifun.
UNISOC T7250 örgjörvi sér um öll helstu verk dagsins, snjallsíminn er með 3 GB vinnsluminni og 64GB geymslurými.
Tækið er með 5200 mAh rafhlöðu sem endist allan daginn og styður 15W hraðhleðslu með USB-C tengi.
Tvöfalda myndavélakerfið er með 32 MP aðallinsu og sjálfumyndavél sem er 8 MP.
Redmi A5 býður einnig upp á hið sjaldgæfa 3.5mm heyrnatólatengi.
XCover 7 er harðgerður sími sérhannaður fyrir erfiðar aðstæður. Síminn er höggvarinn, IP68 ryk- og vatnsþéttur og með öflugri útskiptanlegri rafhlöðu sem endist frá morgni til kvölds. Upplagður valkostur fyrir þau sem nota símann í vinnunni!
Þessi vandaði samlokusími frá emporia er sérstaklega hannaður fyrir þá sem þurfa síma með stærra takkaborði og stuðningi fyrir M4/T4 (HAC) heyrnartæki.
Takkaborðið er stórt og skýrt, auk þriggja flýtivalstakka fyrir þrjá tengiliði sem mest er hringt í.
Þetta tæki er með 6.67″ 1.5K CrystalRes AMOLED 120Hz sveigðum skjá með Gorilla Glass Victus 2 vörn og öflugum Snapdragon® 7s Gen 3 5G örgjörva.
Tækið kemur með 12GB vinnsluminni og 512GB geymslu, IP68 ryk- og vatnsheldni og 5.110 mAh rafhlöðu sem styður 120W hraðhleðslu.
Myndavélakerfið samanstendur af 200MP OIS aðalmyndavél, 8MP víðlinsu, 2MP macro-linsu og 20MP frammyndavél.
Tækið styður WiFi 6E, Bluetooth 5.4 og Dual SIM, og er búið tvöföldum Dolby Atmos hátölurum.
Innbyggð Google Gemini gervigreind býður upp á hringleit, þýðingar, snjallnótur, textalýsingu og myndbands- og myndbreytingartól.
Vinsamlegast athugaðu að eSIM Startpakkinn virkjast við kaup og virkar ekki í löndum utan EES. Endalausi Startpakkinn virkar aðeins á Íslandi.
Vertu í öruggu sambandi um allt land!
Með eSIM Startpakka frá Símanum getur þú valið á milli 10 GB í 30 daga eða Endalaust gagnamagn í 14 daga.
Með 10 GB pakkanum færðu 50 mínútur af millilandasímtölum¹, 50 SMS og 10GB af gagnamagni á Íslandi eða í EES. Ef þig vantar meira gagnamagn getur þú alltaf fyllt á númerið á vefnum okkar eða í Síminn appinu!
Með Endalausu færð þú endalaust gagnamagn, tal og SMS í íslensk númer þegar þú ert staddur á Íslandi.
Með Startpakkanum færðu 50 mínútur af millilandasímtölum¹, 50 SMS og 10GB af gagnamagni á Íslandi eða í EES. Ef þig vantar meira gagnamagn getur þú alltaf fyllt á númerið á vefnum okkar eða í Síminn appinu!
Startpakkinn virkjast þegar þú lætur SIM kortið í símtækið og er virkt í 30 daga.
Redmi 15C er glæsilegur og áreiðanlegur sími sem hentar vel fyrir daglega virkni, myndatöku og afþreyingu.
Góður kostur fyrir þá sem vilja einfaldan síma, sem lítur vel út og er á sanngjörnu verði.