Ný og endurbætt útgáfa af SE Apple úrinu hefur nú stigið fram á sjónarsviðið með fleiri eiginleikum en áður. Nú getur þú skilið símann eftir heima og haldið út í daginn þar sem úrið getur hýst símanúmerið þitt eitt og sér.
Öryggisglerin frá PanzerGlass eru ein þau sterkustu sem völ er á. Þau eru því tilvalin til að verja skjáinn á símanum þínum og veita honum lengra líf. Glerið festist á skjáinn á símanum þínum með sílikon blöndu og ver símann þinn fyrir hnjaski. Glerið býr yfir þeim eiginleika að sótthreinsa sig sjálft. Glerið er í Privacy útgáfu sem gerir það að verkum að einungis sá sem er að horfa beint á skjáinn sér það sem á honum
iPad Air hefur aldrei verið öflugari, með Apple M2 örgjörva sem skilar allt að 50% betri afköstum en fyrri kynslóð. Enn hraðari vinnsla, betri grafík og möguleikar á nýtingu gervigreindar í einu ótrúlega fallegu tæki. iPad Air M2 er hægt að fá með 11“ eða 13“ skjá.
Apple býr til iPad Pro M4 fyrir þau allra kröfuhörðustu. 10 kjarna M4 örgjörvinn ásamt nægu vinnsluminni tryggja bestu mögulegu upplifun þannig að spjaldtölvan breytist úr heimilistæki í atvinnutæki. 11“ eða 13“ Ultra Retina XDR skjárinn skilar hárri upplausn ásamt því að XDR tæknin tekur birtu og liti í hæstu hæðir.
Enn meiri möguleikar, enn meiri virkni og enn meiri tækni í nýjasta penna Apple, Apple Pencil Pro. Apple Pencil Pro styður meira að segja Find My tækni Apple þannig að það er nær ómögulegt að týna honum.
Smart Folio er létt og þunn hlíf sem ver spjaldtölvuna að framan og aftan. Hún vekur tölvuna tölvuna þegar hlífin er opnuð og slekkur á henni þegar henni er lokað. Smart Folio hlífin festist með seglum og þú getur brotið hana saman á marga vegu til að breyta henni í stand til að lesa, horfa, skrifa eða hringja myndsímtöl.
Smart Folio er létt og þunn hlíf sem ver spjaldtölvuna að framan og aftan. Hún vekur tölvuna tölvuna þegar hlífin er opnuð og slekkur á henni þegar henni er lokað. Smart Folio hlífin festist með seglum og þú getur brotið hana saman á marga vegu til að breyta henni í stand til að lesa, horfa, skrifa eða hringja myndsímtöl.
Sextánda kynslóðin af iPhone og hann hefur aldrei litið betur út. Uppfærð hönnun og betri myndavél en nokkru sinni fyrr. A18 örgjörvi með 16 kjörnum fyrir gervigreind og myndvinnslu ásamt sex kjörnum fyrir almenna vinnslu og öðrum sex fyrir skjástýringu sem gera alla notkun hnökralausa.
iPhone styður WiFi 7, nýjustu kynslóð þráðlausrar tækni sem tryggir enn meiri hraða og enn betri upplifun þegar þú ert heima á þráðlausa netinu. Síminn er fyrstur íslenskra fjarskiptafyrirtækja að bjóða upp á WiFi 7 búnað fyrir heimili.