Xiaomi TV Box S gerir þér kleift að breyta hefðbundnu sjónvarpi í snjallsjónvarp. Boxinu er stungið í samband við sjónvarpið þitt með HDMI snúru og er siðan stýrt með lítilli fjarstýringu sem fylgir boxinu. Þegar þú hefur klárað að setja upp boxið opnast þér heill heimur afþreyingar í forritum eins og Sjónvarpi Símans, Youtube og Spotify.
Mi útimyndavélin nær að vakta stórt svæði þar sem linsan í myndavélinni sér 130° sjónarhorn. Myndavélin býður einnig upp á það að senda þér tilkynningar í síma þegar hreyfing verður á sjónsviði hennar. Myndavélin sýnir 1080p upplausn bæði í rauntíma og upptökum en myndavélin en svo þegar fer að dimma notast myndavélin við infrarauða nætursjón svo myrkrið skemmi ekki fyrir vöktuninni.
Myndavélin þolir vel íslenskar veðuraðstæður þar sem hún er IP65 varin en myndavélin er einnig útbúin vatnsheldum míkrófón og hátalara svo þú getir átt samtöl í gegnum hana sama hvernig viðrar. Ekki nóg með það þá þolir myndavélin að fara niður í allt að -20°C
Myndabandsupptökur myndavélarinnar eru geymdar á minniskorti sem er í móðurstöð vélarinnar svo þú hefur aðgang að öllum upptökum þó svo að myndavélinni sé nappað.
*ath. þetta er einungis stök myndavél en það þarf að hafa móðurstöð tengda við hana