6.1" Super Retina XDR OLED skjár, auka 90 mínútna rafhlöðuending, 12MP myndavélar og margt fleira í þessu litla handhæga símtæki. iPhone símarnir hafa alla tíð verið hannaðir til að hámarka upplifun þína og einfalda daglegt líf, ekki breytist það í þessum síma.
Harðgerðari síma með jafn mikið af eiginleikum er erfitt að finna þó víða væri leitað. Síminn er útbúinn frábærri hitamyndavél og 108MP hefðbundinni myndavél samhliða gríðarlega fallegum 120Hz skjá sem birtir þér allar þínar minningar í fullum gæðum.
XCover 7 er harðgerður sími sérhannaður fyrir erfiðar aðstæður. Síminn er höggvarinn, IP68 ryk- og vatnsþéttur og með öflugri útskiptanlegri rafhlöðu sem endist frá morgni til kvölds. Upplagður valkostur fyrir þau sem nota símann í vinnunni!
Mögulega besta samloka í heimi en Flip6 er stór sími í litlum umbúðum. Lokaður er hann lítið sem ekkert og 3.4“ skjárinn að framan heldur þér upplýstum en opinn er heill 6.7“ skjár sem gerir þér kleift að gera hvað sem er. Snapdragon 8 Gen.3 örgjörvi, 50 MegaPixla myndavél ásamt 4000 mAh rafhlöðu og ofurkröftum gervigreindar sjá til þess að þú fórnar engu þó þú sért með síma sem er ekki neitt neitt í vasa eða veski.
Vilt þú spila Snake aftur? Hinn goðsagnakenndi Nokia 3210 4G er mættur aftur í nýjum búning svo að hringja símtöl, senda skilaboð eða einfaldlega spila Snake er ekkert mál. Hann er með 2,4" IPS skjá, 2 MP myndavél með allt að 720p upptöku og góða 1450 mAh rafhlöðu.
Sextánda kynslóðin af iPhone og hann hefur aldrei litið betur út. Uppfærð hönnun og betri myndavél en nokkru sinni fyrr. A18 örgjörvi með 16 kjörnum fyrir gervigreind og myndvinnslu ásamt sex kjörnum fyrir almenna vinnslu og öðrum sex fyrir skjástýringu sem gera alla notkun hnökralausa.
iPhone styður WiFi 7, nýjustu kynslóð þráðlausrar tækni sem tryggir enn meiri hraða og enn betri upplifun þegar þú ert heima á þráðlausa netinu. Síminn er fyrstur íslenskra fjarskiptafyrirtækja að bjóða upp á WiFi 7 búnað fyrir heimili.
Apple Watch Ultra er úrið sem fylgir þér út í hið óendanlega, hvort sem það er upp á fjöll eða eyðimerkurhlaup. Úrið er gert úr harðgerðum títaníum ramma með vatnsvörn í allt að 40 metra dýpi, IP6X rykvörn og prófað eftir MIL-STD 810H hernaðarstaðli.
Gefðu snjallsímanum kærkomið frí og njóttu augnabliksins með Barbie símanum! Barbie síminn er einfaldur samlokusími sem styður símtöl, SMS og það helsta sem gömlu góðu símarnir gerðu. Engin öpp, minna áreiti og frábær rafhlöðuending.