Með PlayShield gefst tækifæri á því ða taka upp sögur eða söng í þinni rödd. Frábær leið fyrir ömmu og afa að taka upp sögur fyrir börnin, alla fjölskylduna til að taka upp lög sem hægt er að spila aftur og aftur í StoryPhones heyrnatólunum þínum. Með PlayShield fylgir límmiða sett svo þú getur persónugert þinn disk eftir eigin höfði.
StoryPhones diskur með 6 sögum teknar úr töfrandi heimum bestu Disney-sagnanna. Yfirgripsmikil hljóðupplifun sem býður upp á afslappandi ferðlag um heim Disney og Pixar persónuheima. Sögurnar sem finna má á disknum eru Finding Nemo, Frozen, Lion King, Moana, Peter Pan og Princess and the Frog og eru sögurnar allar lesnar á ensku.
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.
Gamlárskvöld er eitt hátíðlegasta kvöld ársins. Fjölskylda Láru fer í skemmtilega veislu og eftir matinn fara allir á brennu. Í mannfjöldanum hverfur Ljónsi skyndilega og Lára stekkur af stað til að ná honum aftur.
Þessi bók er tilvalin með Láru og Ljónsa Storyphones hljóðdiskunum.
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.
Hrekkjavaka er svo skemmtileg! Lára ætlar að fara í búning og ganga í hús með Atla og Júlíu og gera grikk eða gott. Hún getur bara ekki ákveðið sig í hverju hún á að vera. Norn, draugur eða sjóræningi? Þurfa kannski ekki allir búningar að vera hræðilegir?
Þessi bók er tilvalin með Láru og Ljónsa Storyphones hljóðdiskunum.
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum. Nú eru komnar tvær nýjar bækur um Láru eftir Birgittu Haukdal.
Í viðburðaríkum jólaundirbúningi gengur Láru ekki nógu vel að hafa stjórn á skapi sínu. Hún ákveður að skrifa jólasveininum bréf og lofar að taka sig á. Ætli hún fái nokkuð í skóinn?
Þessi bók er tilvalin með Láru og Ljónsa Storyphones hljóðdiskunum.
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum
Á föstudögum er kósýkvöld hjá Láru. Þá býr hún til pitsu með mömmu og pabba og þau horfa saman á skemmtilega kvikmynd. Eitt slíkt kvöld fær Lára óvæntar fréttir.
Þessi bók er tilvalin með Láru og Ljónsa Storyphones hljóðdiskunum.
Lára vaknar eldsnemma og ætlar að koma pabba og mömmu á óvart með því að búa til spari-morgunmat fyrir alla fjölskylduna. Skemmtilegast væri að bjóða upp á eitthvað nýbakað en Lára veit að hún má ekki kveikja á ofninum þegar hún er ein. En þá fær hún góða hugmynd…
Þessi bók er tilvalin með Láru og Ljónsa Storyphones hljóðdiskunum.
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.
Lára og foreldrar hennar ætla að heimsækja afa og ömmu í Frakklandi. Lára hefur aldrei ferðast með flugvél áður og er örlítið kvíðin. Ljónsi fer auðvitað með og flugferðin reynist skemmtileg upplifun.
Þessi bók er tilvalin með Láru og Ljónsa Storyphones hljóðdiskunum.