Snjall reykskynjari. Hávær sírena, 85dB og ljósviðvörun. Tengist við Aqara stjórnstöðvar. Sendir tilkynningar í síma. 10 ára rafhlöðuending. Hægt að tengja nokkra reykskynjara saman, allir fara í gang ef einn skynjar reyk (með tengingu við Aqara Home appið).
Snjallvæðir gardínurnar þínar Tengist við Aqara Zigbee 3.0 stjórnstöð Auðvelt í uppsetningu, kemur með fjórum millistykkjum og passar því á flestar gardínur Endurhlaðanleg rafhlaða dugar í allt að 2 mánuði en líka hægt að hafa alltaf í sambandi
Snjall innstungan frá Aqara breytir hvaða raftæki sem er í snjall tæki. Kveiktu og slökktu á hvaða raftæki sem er í símanum, með Aqara Home smáforritinu. Hægt að sjá stöðu rafmagnsnotkunar innstungunar hverju sinni.
Aqara Water Leak Sensor er skynjari sem nemur vatnsleka, eins og nafnið gefur til kynna en hann tengist við Xiaomi Home eða Aqara appið og þarf að vera með Aqara stjórnstöð(hub). Ef að skynjarinn nemur að vatn fer yfir 0.55mm þá sendir hann tilkynningu í appið og lætur þig vita. Uppsetningin í appinu er mjög einföld og forritið leiðir þig í gegnum uppsetninguna.
Skynjarinn hentar mjög fyrir staði eins og t.d. fyrir aftan uppþvottavél eða þvottavél þar sem vatnsleki á til að henda eða nálægt tölvubúnaði þ.e. netþjóna eða dýran búnað sem þolir illa vatn.
Þessi litla græja er tilvalin viðbót á öll snjallheimili þar sem slysin gera sjaldan boð á undan sér.
Viðveruskynjari frá Aqara sem er hægt að gera ótrulega snjalla hluti með Stærð: 64 × 64 × 29.5 mm. IPX5 rakavarið. Greinir nærveru eða fjarveru fólks, föll, inn- og útgöngur, nálgun og fjarlægingu, lýsingu og rauntíma skynjun margra persóna og svæðisstillingar. Greinir allt að 5 persónur. Tengist beint með WiFi, þarf ekki stjórnstöð.
Wireless Switch Mini frá Aqara er snjall og stílhreinn rofi sem er hægt að forrita til að gera allt frá því að einfaldlega kveikja ljós yfir í að nota hann sem dyrabjöllu. Rofinn getur líka verið öryggishnappur fyrir heimilið þegar hann er paraður með Aqara Hub. Það virkar þannig að þegar það er virkt og það er ýtt á hnappinn þá fer tiltynning í símana sem eru tengdir við hann og það kemur hljóð úr Aqara Hub.
Rofinn virkar þannig að á honum eru þrjár megin aðgerðir og tvær auka:
Eitt klikk – Þetta virkar svipað og flestir rofar í heiminum en þú getur stillt Aqara Single rocker til að gera hvað sem þér dettur í hug ef þú ýtir á hann einu sinni. Tvöfalt Klikk – Öðruvísi en með flesta aðra rofa þá er líka hægt að ýta tvisvar á Wireless Switch Mini og þá framkvæmir hann allt aðra beiðni. Halda inni – Það er líka hægt að halda inni rofanum og þá virkjast þriðja beiðnin. Öryggishnappur – Öðruvísi með Wireless Switch Mini og Single Rocker þá getur sá fyrrnefndi líka verið öryggishnappur fyrir heimilið. Dyrabjalla – Aqara Wireless Switch Mini getur líka verið dyrabjalla.
Sem dæmi þá væri hægt að stilla rofann þannig að ef þú ýtir einu sinni á rofann þá fara ljósin á heimilinu í gang og kaffivélin byrjar að hella upp á. Svo ef þú ýtir tvisvar sinnum þá slekkur þú ljósin. Svo ef þú heldur rofanum inni þá fer öryggiskerfið í gang og þú ferð áhyggjulaus í vinnuna.
Aqara glugga- og dyraskynjarinn gerir heimilið þitt bæði öruggara og snjallara með því að senda strax skilaboð í Aqara Hub stöðina þína þegar gluggar eða dyr eru opnaðar. Þessi fjölhæfi búnaður bætir öryggið og auðveldar sjálfvirknivæðingu heimilisins – til dæmis með því að kveikja á ljósunum þegar þú kemur heim á kvöldin! Skynjarinn er með lím á bakhliðinni sem gerir uppsetningu leikandi létta!